Condolences
Was saddened to find that Sigrun has passed. She was our exchange student in Alliance High School in 1965-1966. She was so friendly and always had a smile. Condolences from the Class of ‘66.
To all of Sigrun’s dear ones, We wish to express our heartfelt feelings of sadness and wishes for a smooth road to peace and happiness on the loss of such a Angel on this earth. Also would like to thank you all for such a beautiful tribute you prepared for her service. These difficult times will pass but never the memories of her goodness and spirit for life. The Kristjanssons
Elsku Magni og Gardar, sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar og allrar fjölskyldunnar. Sigrún var einstök manneskja, hlý, hjálpsöm og skemmtileg. Yndisleg í alla staði. Við urðum strax miklar vinkonur eftir að ég kom fyrst til Calgary. Það var alltaf svo gaman að hitta hana. Við héldum sambandi í gegnum árin þrátt fyrir að langt væri á milli okkar. Kveð hana með miklum söknuði.
Det är svårt att förstå att du inte finns, att du gått vidare, vi är otroligt tacksamma för dom gånger vi fick möjlighet att träffa dig.
Du kommer för alltid finnas i våra hjärtan, din livsglädje, ditt skratt, din humor och din omtänksamhet.
Tack Sigrun, vi kommer att sakna dig!
Tommy & IngMarie
Sebastian
Erica & Josefine
Sigrun var nagranni minn i Dúfnahólum. Eg var barnapían hennar og passaði fallegu syni hennar þa Magna og Garðar, Minning um yndislega og fallega konu sem kenndi unglingum margt um barnapössun og fl. Og mikill var söknuðurinn þegar þau fluttu til Kanada
Innilegar samúðarkveðju ❤️❤️
Hjördis
Vi är då tacksamma att vi fick lära känna dig Sigrun. Du var en sån varm, fin och levnadsglad människa. Så öppen och gästfri. Du och Lloyd tog hand om båda våra söner när de besökte Kanada, och även Jörgen och jag fick ta del av er gästfrihet. Du hade alltid nära till skratt och ditt leende glömmer vi aldrig! Det är svårt att tänka sig att vi inte får träffa dig mer. Vi sänder våra tankar till Gardar, Magni och Björn. Ta väl hand om varandra. ♥️
Jörgen, Titti, Erik och Petter
Hjartans Sigrún Hulda Garðarsdóttir móðursystir mín er fallin frá, bjarti hjúkrunarfræðingurinn góði, með fallega brosið og minningarnar streyma fram í hugann.
Ég á eingöngu góðar minningar um þessa yndislegu konu, alveg síðan ég var barn og það er mjög dýrmætt að hafa fengið að vera hluti af fjölskyldu sem að lætur sig varða um fólkið sitt. Sigrún elskaði fólkið sitt skilyrðislaust og endalaust. Ófá eru kortin og bréfin og hamingjuóskirnar sem hún sendi, alltaf að samgleðjast eða senda góðar óskir. Hún fylgdist með öllu og knúsin voru innileg og góð.
Sigrún var með einstaklega góða og ljúfa nærveru, og umvafði okkur öll með ást og væntumþykju. Það breyttist ekki eftir að hún flutist til Kanada og það var alltaf tilhlökkunarefni þegar maður frétti að von væri á henni í Íslandsheimsókn. Hún var dugleg að heimsækja Ísland og sem dæmi um ástúð hennar gerði hún sér sérstaka ferð þegar móðir mín greindist mjög veik af sjúkdómi sem síðar lagði hana að velli, og hún ásamt systrunum Önnu Siggu og Silvíu, ásamt bróður þeirra Garðari Þórahalli, stóðu öll þétt saman sem einn maður utan um það verkefni og verður það seint fullþakkað. Ástúðin, elskulegheitin og samkenndin í þeim lífsins ólgusjó voru okkur sannkallaður bjargvættur.
Sigrún var hláturmild og þekkt fyrir frábæran húmor, eins og reyndar þau öll systkinin sem eru fimm talsins, og það er einmitt það sem að mér finnst best við þau. Þannig verða til góðar minningar. Þannig verður léttbærara að kveðja þegar kallið kemur. Hún var stolt af sínu fólki, elskaði syni sína, Magna og Garðar, mjög mikið sem og Björn Alden sonarson sinn, son Magna, afar heitt. Ykkar missir er mikill elsku frændur mínir og sendi ég ykkur mínar einlægustu samúðarkveðjur. Einnig sendi ég samúðarkveðjur til Kimberly, Guðmundar, dætra Loyds og systkina Sigrúnar.
Minnig Sigrúnar lifir í hjörtum okkar. Hvil í friði elsku frænka mín og ég vona að þú og Erla systir þín, og móðir mín séuð núna saman að syngja „Amarula sönginn“ góða, eða „Rúllandi ömmur“ eins og hann heitir á Karfavogsnesku. Við birtum þann texta samt ekki hér.
Litfríð og ljóshærð
og létt undir brún,
handsmá og hýreyg
og heitir Sigrún.
Sofðu mín Sigrún
og sofðu nú rótt,
Guð faðir gefi
góða þér nótt.
(Jón Thoroddsen)
Kveðja frá systurdóttur þinni Erlu Kristbjörgu og frá Heklu Karen og fjölskyldu.
Ásta Karen Ágústsdóttir
Mínar mestu samúðarkveðju til Magna og Garðars og fjölskyldu ❤️
Ég minnist Sigrúnar sem frænku með hlýja, og einlæga nærveru. Fann alltaf svo mikla ást frá henni þó að hún væri svona langt frá og ég elskaði hana svo mikið.
Ég er stolt að hafa fengið nafnið hennar og þykir svo vænt um að vera skírð í höfuðið á henni. Hún fylgir mér alla mína leið og verður alltaf í hjartanu mínu ❤️
Einn í lófann, einn í augun og einn í hjartað ❤️
Heimsins stærsta knús til ykkar ❤️
Litla frænka,
Sigrún Kristín
Hjartans samúðarkveðjur til ykkar elsku besta kanadíska fjölskylda mín❤️
Sigrún á svo risastóran stað í hjartanu mínu, mér þótti svo ofsalega vænt um hana. Hún var alltaf svo hlý og góð við mig og alla mína. Þó að þið eigið heima í öðru landi þá er eins og þið hafið aldrei verið langt í burtu. Mamma ykkar og mín mamma pössuðu svo vel uppá að við héldum góðu sambandi, sem er svo dýrmætt.
Hún sendi mér alltaf reglulega falleg bréf og alltaf afmæliskort á öllum mínum afmælum sem mér þykir svo vænt um og ég geymi þau ennþá. Gleymi aldrei stóru knúsunum sem ég fékk alltaf frá henni og þá sagði hún alltaf við mig "einn í augun!" og knús kyssti mig ❤️ Hversu fallegt!
Ég hugsa mikið til ykkar elsku fjölskylda mín, vildi svo mikið að ég gæti knúsað ykkur,
Ég sendi stórt samúðarknús yfir hafið til ykkar. ❤️
Sigrúnu líður örugglega betur núna og er allt í kringum okkur öll.
Hún verður alltaf í hjartanu mínu ❤️
Elva Rósa frænka.
Ástkær móðursystir mín Sigrún Hulda Garðarsdóttir lést 26.Maí í Calgary Kanada
Alzheimer sjúkdómurinn tók yfir síðustu árin og var það mjög erfitt fyrir alla og þá sérstakleg fyrir syni hennar sem stóðu þétt við bakið á henni á þessum erfiðu tímum.
Ég kveð Sigrúnu með miklum söknuði, hún var alltaf svo yndilseg við mig og ég leit mikið upp til hennar.
Það streymdi alltaf mikil hlýja frá henni.
Blessuð sé minning þín elsku yndislega Sigrún mín, þín verður sárt saknað.
Sendi samúðarkveðjur til Garðars, Magna, Björn Alden og tengdadótturinnar Kimberley, Önnu Siggu Mömmu, Sivlíu og Garðars Þórhalls.
Ástar- og samúðarkveðjur
Þórhallur Skúlason, Jessica Guse, Sara Þórhallsdóttir, Anton Sölvi Þórhallsson Guse
Video in memory of Sigrún Hulda : https://www.youtube.com/watch?v=oXx2kgrDKt4
Mínar mestu samúðarkveðju til Magna og Garðars og fjölskyldu ❤️
Ég minnist Sigrúnar sem frænku með hlýja, og einlæga nærveru. Fann alltaf svo mikla ást frá henni þó að hún væri svona langt frá og ég elskaði hana svo mikið.
Ég er stolt að hafa fengið nafnið hennar og þykir svo vænt um að vera skírð í höfuðið á henni. Hún fylgir mér alla mína leið og verður alltaf í hjartanu mínu ❤️
Einn í lófann, einn í augun og einn í hjartað ❤️
Heimsins stærsta knús til ykkar ❤️
Litla frænka,
Sigrún Kristín
Copyright © Funeraltech 2019